3 Íslandsmeistaratitlar hjá Keili um helgina

2012-07-23T11:44:11+00:0023.07.2012|

Keppni á Íslandsmóti unglinga í höggleik lauk gær á Kiðjabergsvelli. Gísli Sveinbergsson GK fór með sigur af hólmi í drengjaflokki. Hann lék lokahringinn á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari og hringina þrjá á samtals 220 höggum eða sjö höggum yfir pari. Gísli varð tveimur höggum á undan Birgi Birni Magnússyni úr GK sem varð annar.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék best í stúlknaflokki. Hún lék samtals á 229 höggum eða 16 höggum yfir pari og varð þremur höggum á undan Önnu Sólveigu Snorradóttur úr Keili sem varð önnur. Guðrún Pétursdóttir úr GR varð í þriðja sæti á 233 höggum. Allar þrjár efstu stúlkurnar léku á 84 höggum í dag. Erfiðar aðstæður voru á Kiðjabergsvelli í gær, nokkur vindur og rigning.

Í strákaflokki 14 ára og yngri lék Henning Darri best allra. Hann lék á samtals 224 höggum eða ellefu höggum yfir pari og varð fimm höggum betri en Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG sem varð annar. Helgi Snær Björgvinsson úr GK náði þriðja sætinu.

Piltaflokkur, 17-18 ára:

1. Ragnar Már Garðarsson GKG, 74-71-79=224 +11
2. Bjarki Pétursson GB, 78-71-76=225 +12
3. Emil Þór Ragnarsson GKG, 75-78-79=232+19

Stúlknaflokkur, 17-18 ára:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, 69-76-84=229 +16
2. Anna Sólveig Snorradóttir GK, 73-75-84=232 +19
3. Guðrún Pétursdóttir GR, 73-76-84=233 +20

Drengjaflokkur, 15-16 ára:

1. Gísli Sveinbergsson GK, 73-71-76=220 +7
2. Birgir Björn Magnússon GK, 73-70-79=222 +9
3. Ernir Sigmundsson GR, 78-76-74=228 +15

Telpnaflokkur, 15-16 ára:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir GR, 77-78-79=234 +21
2. Sara Margrét Hinriksdóttir GK, 81-80-81=242 +29
3. Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG, 88-78-83=249 +36

Strákaflokkur, 14 ára og yngri:

1. Henning Darri Þórðarson GK, 70-78-76=224 +11
2. Fannar Ingi Steingrímsson GHG, 75-76-78=229 +16
3. Helgi Snær Björgvinsson GK, 79-75-80=234 +21

Stelpnaflokkur, 14 ára og yngri:

1. Saga Traustadóttir GR, 85-78-87=250 +37
2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR, 86-87-88=261 +48
3. Eva Karen Björnsdóttir GR, 84-85-93=262 +49