Aðalfundur Keilis 2012, Bergsteinn endurkjörinn formaður

2012-12-11T10:03:17+00:0011.12.2012|

Um 60 manns mættu á aðalfund Keilis sem haldin var í gærkvöldi í golfskálanum. Már Sveinbjörnsson stýrði fundinum, helstu rekstrarniðurstöður voru:
Félögum fjölgaði á milli ára um 48, hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 27.499.129 og hagnaður ársins nam 42.080.491. Smellið hér til að sjá ársskýrslu og reikninga stjórnar fyrir árið 2012

Bergsteinn Hjörleifsson var endurkjörinn formaður Keilis. Einnig voru kosinn í stjórn:
Til tveggja ára, Ingveldur Ingvarsdóttir og Guðmundur Haraldssson
Til eins árs, Sveinn Sigurbergsson og Hálfdan Karlsson

Á fundinum voru veittar sérstakar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu:

Bjartasta vonin                      Atli Már Grétarsson
Framfarabikar drengja        Henning Darri Þórðarsson
Framfarabikar stúlkna        Anna Sólveig Snorradóttir
Háttvísibikar GSÍ                 Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Bikarmeistari Keilis             Jón Ingi Jóhannesson
Þrautseigjuverðlaun            Kristinn Kristinsson