Sigurpáll kjörinn golfkennari ársins

2013-02-05T13:09:23+00:0005.02.2013|

Á aðalfundi PGA á Íslandi, sem haldinn var síðastliðinn laugardag, kynnti matsnefnd PGA val sitt á kennara ársins 2012. Sigurpáll Geir Sveinsson golfkennari okkar í Keili var valinn kennari ársins hjá PGA á Íslandi, en við matið var stuðst við árangur í starfi þ.e. þeir titlar sem nemendur viðkomandi unnu til á árinu, ásamt vinnu við uppbyggingu og útbreiðslustarfi á barna-, unglinga- og almenningsstarfi. Þá þarf viðkomandi að sýna fagleg vinnubrögð í anda PGA og vinna í þágu PGA og GSÍ. Sigurpáll hóf störf hjá golfklúbbnum Keili 2009 og útskrifaðist úr golfkennara skóla PGA á Íslandi 2008, áður hafði Sigurpáll stundað nám í Bandaríkjunum í íþróttafræði árin 1997-1999. Stjórn og félagar óska Sigurpáli til hamingju með þennan titil.