Masterinn í beinni í skálanum

2013-04-11T14:16:43+00:0011.04.2013|

Nú er fyrsta risamótið að byrja í atvinnumannagolfinu og er hér að sjálfsögðu verið að ræða um Mastersmótið. Masterinn byrjar nú í kvöld fimmtudag og verður mótið sýnt í beinni útsendingu í golfskálanum alla dagana. Á fimmtudag og föstudag opnar húsið klukkan 19:00 enn um helgina verður sýnt frá klukkan 18:00. Við hvetjum alla félagsmenn til að fjölmenna og mynda stemmningu í golfskálanum á meðan mótið stendur.