Sumardagskrá kvennastarfs Keilis 2013

2013-04-14T15:33:27+00:0014.04.2013|

Sumarmótaröðin hefst 22. maí mótsdagar verða: 22.maí, 29.maí , 12.júní, 26.júní, 3.júlí, 17.júlí, 31. Júlí og 7. ágúst, samtals 8.mót. Fjögur bestu mótin telja. Það verður að venju keppt í tveimur forgjafaflokkum á Hvaleyrarvelli og einnig verða mót á Sveinskotsvelli fyrir þær konur sem eingöngu eru með leikheimild þar þegar mótaröðin hefst.

Merkið við þessa daga í dagatalinu strax og takið þá frá fyrir kvennagolf.

Hatta og pilsamót verður haldið á Sveinskotsvelli föstudaginn 31.maí. Við gerum ráð fyrir að byrja að spila kl. 19:00 og spila 9 holur, eingöngu með eina kylfu og pútter, tilvalið mót til að hrista okkur saman á léttum nótum. Léttar veitingar verða eftir mótið. Nánara fyrirkomulag verður auglýst þegar nær dregur.

Vinkvennamótið við Oddskonur er áætlað seinni partinn í júlí, dagsetningar eru ekki ákveðnar en verða sendar til ykkar strax og þær ákveðnar.

Haustferðin okkar er helgina 31.ágúst – 1. sept. Farið verður að Hellishólum í Fljótshlíð. Skiplagið verður þannig að það verður ræst út frá öllum teigum kl. 10:00, eftir mótið verður létt hressing (súpa og brauö), síðan er það potturinn og kaldur á kantinum J, kvöldmatur og verðlaunaafhending , gisting, morgunmatur og síðan golf á sunnudeginum ef við viljum.

Verðið fyrir þessa ferð er áætlað 18.000 á mann. Takið þessa helgi strax frá, í fyrra var uppselt og frábært fjör. Við vonumst eftir að þátttakan verði ekki síðri í ár.

Allar upplýsingar um sumarmótaröðina og annað sem verður á dagskránni hjá okkur í sumar verður auglýst í tölvupósti og á fésbókarsíðu kvennastarfsins.

Golfkveðja
Ingveldur og kvennanefndin