Íslandsmótið í höggleik 2013

2013-07-22T09:35:07+00:0022.07.2013|

Á fimmtudaginn hefst stærsta golfmót landsins á Korpúlfstaðarvelli og er það GR sem heldur mótið í ár. Spilað er inná 9. nýjar brautir sem hafa verið í vinnslu undanfarin ár og verður spennandi að sjá hvernig þær koma út og hvernig bestu kylfingum landsins gengur að takast á við þær. 114 karlar og 25 konur eru skráðir til leiks þetta árið og eru 24 þáttakendur á vegum Keilis. Golfklúbbur Reykjavíkur hefur lagt mikinn metnað í þetta verkefni og verður gaman að sjá hvernig umgjörðin í kringum stærsta mót landsins verður. Við hvetjum sem flesta að koma við á Korpúlfstöðum og hjálpa til við að mynda skemmtilega umgjörð í kringum íslandsmótið í höggleik 2013. Þeir sem ætla að fylgjast með mótinu er bent á að nóg er af bílastæðum við Egilshöll og verður gengið inná völlinn við 12. flöt vallarins, þar mun einnig vera upplýsingafulltrúi sem mun hafa það verkefni að aðstoða áhorfendur.

Hér er svo nöfn þeirra sem taka þátt í mótinu í ár og við óskum þeim góðs gengis. Við bindum miklar vonir við þennan hóp og væntum góðs árangurs. Metnaður Keilis er alltaf mikill og margir munu fylgjast með okkar fólki í ár og vonandi kemur íslandsmeistaratitill í Hafnarfjörðinn.

Anna Sólveig Snorradóttir
Ásta Birna Magnúsdóttir
Axel Bóasson
Benedikt Árni Harðarson
Benedikt Sveinsson
Birgir Björn Magnússon
Björgvin Sigurbergsson
Björn Kristinn Björnsson
Einar Haukur Óskarsson
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Gunnar Þór Sigurjónsson
Helgi Runólfsson
Henning Darri Þórðarson
Hildur Rún Guðjónsdóttir
Högna Kristbjörg Knútsdóttir
Ísak Jasonarson
Ólafur Þór Ágústsson
Rúnar Arnórsson
Saga Ísafold Arnarsdóttir
Sara Margrét Hinriksdóttir
Signý Arnórsdóttir
Sigurður Gunnar Björgvinsson
Þórdís Geirsdóttir
Tinna Jóhannsdóttir