Keilir í úrslit

2013-08-17T23:48:31+00:0017.08.2013|

Magnaður dagur að baki og mikill spenna hjá báðum liðum Keilis í dag sem endaði með því að bæði karla og kvennasveitirnar unnu sína leiki og leika bæði til úrslita í sveitakeppni GSÍ árið 2013. Alveg frábær árangur og vel gert hjá okkar fólki sem sýndi baráttuanda og hélt merki Keilis á lofti hvort sem var á Hólmsvelli eða Hvaleyri. Karlasveitin háði mikla orrustu við GR í dag sem hefur að skipa virkulega góðu liði og margir reiknuðu með sigri þeirra í dag. Þessi bardagi var mjög jafn og ekkert gefið eftir. GK vann þennan bardaga með 3,5 gegn 1,5 og GR sem var ósigrað fram að þessu situr eftir og spilar um 3-4 sætið. Allir gerðu sitt og snýst þetta mikið um liðsanda og hafa trú á verkefninu, ekkert skorti af þessu í dag og Keilir enn og aftur setti kassann út og sýndi mátt sinn og vilja.

Mun Siggi mæta í rauðu buxunum á morgun?

Kvennaliðið átti líka erfiðan dag og margir héltu að þetta yrði auðveldur leikur fyrir þær, en annað kom á daginn og var Nesklúbburinn ekki til í að gefa neitt og á endanum vann Keilir nauman 3-2 sigur þar sem reynslan hjá Signý vó þungt. Hún vann síðustu 2 holurnar og því þurfti bráðabana sem hún kláraði með stæl og tryggði Keili áfram í úrslit sveitakeppni GSÍ 2013.

GK og GKG eiga stefnumót við bergvíkina á morgun

Það eru því GK og GKG sem munu mætast, bæði í karla og kvennaflokki í úrslitum sveitakeppni GSÍ 2013. Nú biðlum við til allra Keilisfélaga að mæta og veitta þann stuðning sem þarf, hvort sem er á Hólmsvelli eða Hvaleyri. Liðin okkar hafa gefið allt í þetta og mikil vinna liggur að baki og þau hafa skilað sínu. Núna þurfum við að skila okkar og það eina sem þarf að gera er að mæta og sýna þessum snillingum ALLAN þann stuðning sem hægt er.Báðir leikirnir hefjast kl 10:06. Koma svo ÁFRAM KEILIR.

 Hér gætu úrslitin í karlaflokki ráðist