Haukamótið 2013

2013-08-23T21:23:39+00:0023.08.2013|

Í dag var haldið á Hvaleyrarvelli árlegt golfmót Hauka og voru 100 Haukamenn út um allan völl að reyna við “Baddaskjöldinn” og “Rauða jakkann.” Veðurguðinn bauð uppá nánast engan vind en lét í staðinn rigna aðeins á Haukafólkið. Í þessu móti er keppt um Rauða Jakkann í punktakeppni og einnig titilinn Öldungameistari Hauka til minningar um Ólaf H.Ólafsson. Baddaskjöldinn hlýtur svo sá Haukamaður sem spilar best í Höggleik. Fjöldi fólks var viðstadd verðlaunaafhendingu sem fór fram í golfskálanum nú í kvöld. Glæsileg verðlaun voru veitt og var dregið úr skorkortum í lokinn. Golfklúbburinn Keilir og Haukar þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn og skemmtilegt mót.      Fleiri myndir er svo hægt að sjá á Facebook síðu Keilis. http://www.facebook.com/Golfverslun

 

Glæsileg verðlaun

Hér koma svo helstu úrslit:

Punktakeppni
1. sæti   Ólafur Valgeir Guðjónsson     41
2. sæti   Kristján Sigurðsson      39
3. sæti   Guðmundur Ö.Óskarsson     39

Höggleikur án forgjafar
1. sæti   Aron Bjarni Stefánsson     71 högg

Nándarverðlaun
4. braut Rúnar Guðjónsson     2,13 cm
6. braut  Hilmar Eiríksson     2,47 cm
10. braut  Ólafur Valgeir Guðjónsson  1,20 cm
16. braut  Gísli Þór Sigurbergsson   2,60 cm
18. braut  Arnar Bjarnasson     4,75 cm  (næst holu í 2 höggum)


Ólafur Valgeir tók sig vel út í Rauða Jakkanum

Verðlaunahafar kvöldsins Ólafur Valgeir og Aron Bjarni

Og fullt af Haukafólki