Stenson & Garcia sigra styrktarmótið

2013-09-28T20:56:05+00:0028.09.2013|

Í dag var haldið opið styrktarmót fyrir Evrópuliðs Keilis 2013. Spilað var með Texas Scramble fyrirkomulagi, tveir saman. Mikill áhugi reyndist fyrir mótinu og var kjaftfullt í mótið. Um 180 kylfingar mættu og var ræst út frá 08:00 – 15:00. Síðustu liðin rétt náðu að koma inní skála fyrir myrkur og var verðlaunaafhending kl 20:00. Golfklúbburinn Keilir vill koma fram þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt í mótinu og einnig þeim fyrirtækjum sem styrktu mótið. Veitt voru verðlaun fyrir 10. efstu sætin og einnig voru nándarverðlaun á öllum par 3 brautum. Eftirtalin fyrirtæki styrktu mótið í ár: Icelandair, Skeljungur, Tor Fiskvinnsla, Moderna húsgagna og gjafavöruverslun, Icewear og Fjarðarkaup. Helstu úrslit urðu þessi:

1. sæti   Stenson & Garcia   62
2. sæti   Gaui & Sjankarinn  62
3. sæti   A & G   63
4. sæti   Secret Handshake A lið   63
5. sæti   10 An   64
6. sæti   Kjötveisla   64
7. sæti   MU   65
8. sæti   Pungar   65
9. sæti   Illa Liðið   65
10. sæti  Chelsea FC   65

Smellið hér til að sjá öll úrslit mótsins.

Smellið hér til að sjá verðlaun í Styrktarmóti Evrópuliðs Keilis 2013.

 

Sigurliðið  Stenson & Garcia

Nándarverðlaun
4. braut     Aðalsteinn Ingi   2,55 m
6. braut     Daníel Óla            1,42 m
10. braut   Lúðvík Geirsson   0,20 cm
16. braut   Magnús Pálsson   1,42 m

Lið A&G hafnaði í 3. sæti

Tæpt var það