Braut 7 – Grænaskjól

2012-03-27T19:15:22+00:0027.03.2012|

Mikið landslag er í þessari braut og gríðarlega stór dalur er í grennd við lendingarsvæði flestra teighögga oft nefndur “dauðadalurinn”. Brautin liggur í hundslöpp til hægri en innkoman á flötina er í nokkurs konar vinkil til vinstri. Brautin er mjög breið þar sem teighöggin lenda en ef vel á vera þarf annað höggið að fljúga yfir hraunið og lenda þvert á nokkuð þrönga brautina eða inn á flötina. Þessa glæsilegu stóru flöt er þó nauðsynlegt að nálgast með gát því hraunið er skammt utan hennar.