Leikur hafinn í Portúgal

2013-10-25T15:47:43+00:0025.10.2013|

Strákarnir spiluðu fínt golf í dag. Rúnar spilaði best Keilisdrengjanna var á 73 höggum eða á einu höggi yfir pari, Birgir Björn lauk leik á 76 höggum og Gísli endaði sinn hring á 80 höggum. Þessi árangur dugir í 14. sæti og hefur það verið ákveðið að það verða einungis leiknir tveir hringir í mótinu. Enn einsog komið hefur fram þá þurfti að fresta fyrsta hringnum í gær vegna mikillar úrkomu. Hér má fylgjast með úrslitum.