Braut 12 – Hrafnabrekkur

2012-03-29T11:33:50+00:0029.03.2012|

Brautin hallar öll frá vinstri til hægri. Mjög erfitt er að staðsetja teighöggið á braut. Betra er að vera vinstra megin í teighögginu því hægra megin við brautina er mikil brekka. Brautarglompa vinstra megin getur þó sett strik í reikninginn en margir spilarar geta þó slegið yfir hana á góðum degi. Nokkur hæðarmunur er á brautinni og flötinni sem er nokkuð stór og slétt. Í kringum flötina er brekka niður á við og því oft betra að fara varlega í innáskoti og láta boltann rúlla inná flötina.