Braut 13 – Hvaleyri

2012-03-29T11:35:37+00:0029.03.2012|

Þetta er löng par fjögur hola og hætturnar helst að finna næst flötinni. Brautin er breið en glompa tekur við boltum sem fara vinstra megin og djúpt röffið gleypir boltana hægra megin. Flötin er stór en innákoman er þröng því beggja megin flatarinnar eru glompur. Innáhögg með löngu járni eða trékylfu getur því verið erfitt. Þetta er erfið hola og í norðlægri vindátt er hún beinlínis eins og par fimm hola.