Mánaðar-mótið. Styrktarmót fyrir sveitir Keilis

2014-09-09T12:44:47+00:0009.09.2014|

Spilaðu eins marga hringi og þú vilt frá 10.sept til 10. okt.

Nýjung í keppnishaldi:  Mót sem stendur í mánuð

Golfklúbburinn Keilir stendur fyrir nýjung í keppnishaldi á Íslandi.  Um er að ræða styrktarmót fyrir sveitir Keilis sem keppa á Evrópumóti klúbbliða í Búlgaríu og Þýskalandi.  Mótið stendur yfir í einn mánuð, frá 10. september til 10. október.

–    Þú getur tekið þátt hvenær sem þér hentar.
–    Besta skorið gildir hverju sinni í mótinu.
–    Þú bókar rástíma sjálf/ur í gegnum bókunarkerfi Keilis á golf.is.
Innanklúbbsreglur um bókun rástíma gilda fyrir alla keppendur.
–    Þú tilkynnir þátttöku í golfverslun og greiðir þátttökugjald fyrir hringinn
og skilar undirskrifuðu korti eftir hring á sama stað.
–    Þú mátt spila eins oft og þú vilt meðan á mótinu stendur, frá 10. september til 10. október.

Þátttökugjald einungis 1500 krónur fyrir Keilisfélaga og 3500 krónur fyrir utanfélagsmenn.
Gjald fyrir utanfélagsmenn gildir einungis þegar þeir keppa á þessu móti, annars er vallargjaldið 6.500 kr.
á Hvaleyrarvelli.

Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 5 efstu sætin í höggleik og 20 efstu sætin í punktakeppni.
Leikin er punktakeppni með hámarksforgjöf 18.

Þátttaka í mótinu er kjörið tækifæri til að spila golf á Hvaleyrarvelli í móti þegar þér hentar
gegn vægu gjaldi.

Hvaleyrarvöllur skartar sínu fegursta þessa dagana, og er í toppstandi.