Úrslit Epli.is

2015-07-18T22:14:32+00:0018.07.2015|

Eitt stærsta opna golfmót sumarsins fór fram í dag á Hvaleyrarvelli. 207 þáttekendur spiluðu við mjög erfiðar aðstæður, en miklir vindar léku um völlinn í dag. Samt sem áður var skorið með ágættum og var CSA stuðullinn eftir mótið 0. Við ræstum út frá 06:30 og var alveg fullt í mótið og lauk ræsingu kl 15:00. Verðlaunaafhending var svo haldinn í golfskála Keilis að móti loknu. Þar voru veitt verðlaun fyrir 5. efstu sætin í punktakeppni og besta skor í höggleik. Að sjálfsögðu voru nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Aukaverðlaun voru veitt fyrir 125. sætið í punktakeppni og síðan var verðlaunað fyrir lengsta upphafshögg á 13. braut og næstur holu í tveimur höggum á 18. braut. Í punktakeppni sigraði Sigurður Sveinn Sigurðsson GK á 39. punktum og Bjarni Sigþór Sigurðsson GK vann höggleikinn eftir bráðabana við Tryggva Valtýr Traustasson GSE og Siggeir Vilhjálmsson GSE en þeir spiluðu allir á 72 höggum. Golfklúbburinn Keilir vill koma á þakklæti til allra sem tóku þátt og þakka epli.is fyrir að styrkja mótið.

Helstu úrslit urðu þessi:

Punktakeppni

  1. Sigurður Sveinn Sigurðsson  GK   39 punktar
  2. Davíð Kr.Hreiðarsson  GK    39 punktar
  3. Gunnar Ingi Björnsson  GBR  39 punktar
  4. Bergþór Arnarsson  GH  38 punktar
  5. Einar Kristján Jónsson  GKG   37 punktar
  6. Árni Bjarnasson  GK

Besta skor í höggleik

  1. 1.    Bjarni Sigþór Sigurðsson  GK  72 högg  eftir bráðabana

2-3.  Tryggvi Valtýr Traustasson  GSE  72 högg
2-3.  Siggeir Vilhjálmsson  GSE    72 högg

Nándarverðlaun

4. hola  Pétur Pétursson GM  60 cm

6. hola  Gunnar Gunnarsson GM  50 cm

10. hola  Árni Jón Eggertsson  GR 1.98 m

16. hola  Þórður Ágústsson  NK  1.63 m

Lengsta upphafshögg 13. Braut

Lúðvík Arnarsson  GK

Næstur holu á tveimur höggum á 18. braut

Halldór Ragnar Halldórsson  GKG  57 cm

epli.is_höggepli.is_punktar

 

 

opna_eplamotið_2015