62 högg

2016-03-23T21:46:34+00:0023.03.2016|

Rúnar Arnórsson setti ekki bara glæsilegt met hjá Minnesota University háskólanum þegar hann lék á 62 höggum heldur er þetta lægsta skor sem hann hefur leikið á frá upphafi.

Rúnar sigraði á sínu fyrsta háskólamóti og setti nokkur persónuleg met.

Að hans sögn tókst honum mjög vel upp á erfiðari holum vallarins sem er par 72. Á þeim “léttari” fannst honum hann ekki vera alveg eins beittur. Hann hitti 16 flatir í réttu höggi og púttaði aðeins 23 sinnum. Hann átti nokkur pútt sem kræktu fyrir fugli en einnig bjargaði hann sér þegar hann setti niður tvö góð parpútt.

Rúnar endaði mótið á níu höggum undir pari (62,71,74) eða á 207 höggum og var heilt yfir að leika mjög gott golf. Hann hefur verið að slá vel undanfarið en það sem gerði gæfumuninn var að stutta spilið var frábært þessa daga og sérstaklega púttin á fyrsta hring.

Minnesota fór í æfingaferð í síðustu viku og það er greinilegt að æfingar síðustu vikna eru að skila sér.

Næsta mót hjá Rúnari er í Arizona 2. apríl.