Íslandsbanki skrifar undir styrktarsamning

2016-04-29T10:18:37+00:0029.04.2016|

Nú á dögunum skrifaði Íslandsbanki undir tveggja ára samstarfssamning við Golfklúbbinn Keili. Það er mikið ánægjuefni að Íslandsbanki haldi áfram stuðningi við Keili, útibúið hér í Hafnarfirði er sannkallað golfsamfélag. Starfsmenn þess eru iðnir við að leika golf af miklum dugnaði og hugsa hlýtt til Íþróttarinnar. Ásamt því að styrkja Keili þá tekur Íslandsbanki virkann þátt í íþróttum í Hafnarfirði og hefur ávallt komið sterkt að barna-unglinga og afreksstarfi íþróttafélaga í Hafnarfirði.