Hér er yfirlit yfir nokkur námskeið sem eru á döfinni hjá golfkennurum Keilis.
Nýliðanámskeið hefst 13. júní kl. 19:00. Námskeiðið er fimm klst. sem skiptast á eftirtalda daga:
13. júní kl. 19:00, 15. júní kl. 20:00, 20. júní kl. 21:00, 27. júní kl. 19:00 og 28. júní kl. 20:00.
Þetta námskeið hentar vel þeim sem vilja kynna og læra grunnatriðin í pútti, vippum og sveiflu. Verð er 15.000 kr.-
Skráning er hjá Kalla á netfangið karl.omar.karlsson@grundaskoli.is. Hægt er að fá lánaðar kylfur á námskeiðinu.
Námskeið í stutta spilinu og teighöggum hefst 16. júní kl. 19:00.
Markmið með námskeiðinu er að auka kunnáttu sína og auka betur færnina í byrjun hverrar brautar og einnig við og á flötunum.
Námskeiðið er klst. í senn í fjögur skipti. Farið er í tækni fyrir lágu vippin, 10 til 50 metra fleyghögg inn á flatir, að slá upp úr glompu við flatir, stuttu, milli og löngu púttin og síðan en ekki síst teighöggin.
Námskeiðið verður dagana 16., 23., 27. og 28. júní kl. 19:00.
Námskeiðið kostar 9000 kr. og eru æfingakúlur innifaldir.
Skráning er á netfangið karl.omar.karlsson@grundaskoli.is