Úrslit opna Subway mótið

2016-06-25T22:20:27+00:0025.06.2016|

Opna Subway mótið 2016 var haldið í dag á Hvaleyrarvelli. Eins og oft áður er alltaf byrjað að tala um veðrið, sem var reyndar með ágætum í dag. Fyrir hádegi var  smá íslenskur suddi og eftir hádegi var komið flott golfveður. Greinilega stór dagur hjá mörgum og sást það í fjölda keppanda sem var rétt um 100 manns. Kosningar og 16 liða úrslit í EM2016 freistuðu greinilega marga kylfinga. Golfklúbburinn Keilir þakkar þeim sem lögðu leið sína í dag til okkar og var ekki annað að heyra en allir væru kátir með daginn. Við þökkum að sjálfsögðu Subway á Íslandi fyrir að styrkja þetta mót með glæsilegum vinningum og nándarverðlaunum. SUBWAY® er alþjóðleg keðja með yfir 40 þúsund veitingastaði í rúmlega 100 löndum. Stjarnan ehf. rekur 23 Subway veitingastaði á Íslandi sem staðsettir eru víða um land.
Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

Punktakeppni
1. sæti Malai Rattanawiset GKB 45 punktar
2. sæti Jóhannes Guðmundsson GR 38 punktar
3. sæti Sverrir Haraldsson GM 38 punktar
4. sæti Stefán Atli Hjörleifsson GK 37 punktar
5. sæti Vignir Kristmundsson GKG 36 punktar

Höggleikur
Besta skor Jóhannes Guðmundsson GR 71 högg

Nándarverðlaun
4. braut Hjörtur Ingþórsson GR 11 cm
6. braut Hjalti Már Þórisson GR 2,44 m
10. braut Patrekur Nordquist Ragnarsson GR 3,35 m
16. braut Örn Baldursson NK 2,55 m

Aukaverðlaun
Næstur holu í 2 höggum 9. braut Þorsteinn Kristján Ragnarsson GO 64cm
Lengsta teighögg 13. braut Patrekur Nordquist Ragnarsson GR

Vinningar opna Subway mótið 2016

Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og fyrir besta skor
1. sæti: 80.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
2. sæti: 50.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
3. sæti: 40.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
4. sæti: 30.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
5. sæti: 25.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.

Besta skorið: 80.000 króna gjafabréf frá Úrval útsýn.

Golfskór í nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins.
Nándaverðlaun á 9 braut, næstur holu í 2 höggum.
Verðlaun fyrir lengsta teighöggið á 13 braut.

Þökkum gott mót og geta vinningshafar nálgast vinninga á skrifstofu Keilis.