Keilismenn í lokamótum í USA

2016-10-27T16:59:09+00:0027.10.2016|

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék mjög vel í vikunni og endaði í 15. sæti á Las Vegas Collegiate showdown mótinu. Hún lék á 72 og 68 höggum eða fjórum undir pari.

Stelpurnar í Fresno State golfliðinu enduðu í 10. sæti í liðakeppninni þar sem Guðrún Brá var á besta skorinu í sínu liði.

Gísli Sveinbergsson og Rúnar Arnórsson léku með liðum sínum á Royal Oaks Intercollegiate mótinu sem einnig lauk í vikunni.

Gísli endaði í 21. sæti með skor upp á 70-72-73 eða tvo yfir pari. Rúnar lék á 71-74-74 og varð í 43. sæti á sex yfir pari.

Kent State skóli Gísla endaði í 4. sæti og liðsfélagar Rúnars í Minnesota skólanum enduðu í 6. sæti.

Gunnhildur Kristjánsdóttir og félagar hennar í Elon skólanum enduðu í 14. sæti á móti í Palmetto mótinu sem lauk í vikunni. Gunnhildur lék á 82-83 og 81 höggi.

Öll þessi mót voru þau síðustu á þessari önn hjá Keilisfólkinu.