Golfklúbburinn Keilir í 50 ár og áætlun um opnun

2017-04-22T10:42:00+00:0022.04.2017|

Stefnt hefur verið að því síðustu vikur að opna golfvellina okkar 1. maí n.k. Enn því miður getur ekki orðið að því vegna slæms veðurs uppá síðkastið og ekki er veðurspáin okkur hliðholl á næstunni.

Þrátt fyrir það verður Hreinsunardagurinn haldinn mánudaginn 1. maí, okkur vantar aðstoð við að gera svæðið okkar sem fínast fyrir 50 ára afmælið, margar hendur vinna létt verk. Þeir sem taka þátt í Hreinsunardeginum vinna sér inn þáttökurétt í “Shot Gun” móti sem haldið verður klukkan 08:00 laugardaginn 6. maí. Athugið mótið verður einungis fyrir þá sem taka þátt í Hreinsunardeginum. Sunnudaginn 7. mai verður síðan opið fyrir rástímaskráningu.

6. maí munum við einnig halda uppá 50 ára afmæli klúbbsins. Fer afmælið fram í golfsskálanum okkar. Dagsskráin byrjar klukkan 13:00 og verður mikið í gangi. Öllum Keilisfélögum er að sjálfsögðu boðið til veislunnar.

Í Hraunkoti verður opinn fjölskyldu golfdagur í tilefni afmælisins einnig þann 6. maí, mun sú dagsskrá byrja klukkan 14:00. Kennsla, hoppukastali, golfþrautir og fleira skemmtilegt á boðstólnum s.s dagsskrá fyrir alla aldurshópa og verður nánar auglýst síðar.