Arnar endurkjörinn formaður Keilis

2016-12-15T10:03:45+00:0015.12.2016|

Fjörutíu félagar mættu á aðalfund Keilis sem haldinn var í golfskálanum í gærkvöldi, en Lúðvík Geirsson stýrði fundinum af mikilli röggsemi.

Helstu rekstrarniðurstöður voru að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 22.4 m.kr og hagnaður ársins nam 4 m.kr. Félögum fjölgaði svo á milli ára um 13.

Skýrsla stjórnar og ársreikningur Keilis 2016

Stjórn Keilis var eftirfarandi kjörin fyrir árið 2017:

Formaður: Arnar Atlason
Fyrir í aðalstjórn til eins árs: Davíð Arnar Þórsson, Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og Daði Janusson
Aðalstjórn til tveggja ára:Sveinn Sigurbergsson, Guðmundur Óskarsson og Ellý Erlingsdóttir

Hér má sjá árgjöld 2017.