Bikarinn úrslit

2017-06-08T11:48:44+00:0008.06.2017|

    Þá er undankeppnin fyrir Bikarinn 2017 lokið þetta árið og 49 grjóthart Keilisfólk skráði sig til leiks. 16 efstu í punktakeppni komust áfram. Holukeppnin er leikin með forgjöf sem fer þannig fram að mismunur á leikforgjöf keppenda raðast á 18 holur sam­kvæmt erfiðleikastuðli forgjafar eins og fram kemur á skorkorti. Keppendur taka leikforgjöf samkvæmt forgjafartöflu og nota 3/4 af mismuni forgjafar. Þó skal engin keppandi fá hærri leikforgjöf en 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Eftirtaldir aðilar komust áfram í 16. manna holukeppni.

    1 Tryggvi Jónsson
    2 Anna Snædís Sigmarsdóttir
    3 Bjarki Geir Logason
    4 Sigurður Jónsson
    5 Friðrik Ómarsson
    6 Henning Freyr Henningsson
    7 Hermann Björn Erlingsson
    8 Anna Sólveig Snorradóttir
    9 Aðalsteinn Bragason
    10 Jóhann Adolf Oddgeirsson
    11 Einar Páll Pálsson
    12 Rúnar Halldórsson
    13 Sturla Jónsson
    14 Kjartan Einarsson
    15 Marel Örn Guðlaugsson
    16 Jónas Sigurðsson

    Keppendur sem mætast í hverjum leik fyrir sig koma sér saman um leikdag og leiktíma. Fyrir utan golfbúðina mun hanga uppi tafla hverjir eiga að leika á móti hverjum.

    Hér koma svo úrslit mótsins og geta vinningshafar vitjað vinninga á skrifstofu Keilis

    Besta skor inneign út að borða á Matarkjallaranum fyrir 10,000 krónur
    Anna Sólveig Snorradóttir 74 högg

    Punktakeppni
    1. verðlaun Inneign í flugferð með Icelandair fyrir 50.000 kr.
    Tryggvi Jónsson 38 punktar
    2. verðlaun Inneign í veitingasölu Brynju fyrir 25.000 kr.
    Anna Snædís Sigmarsdóttir 38 punktar
    3. verðlaun inneign út að borða á Matarkjallaranum fyrir 10,000 krónur
    Bjarki Geir Logasson 37 punktar
    4. verðlaun Inneign í golfverslun Keilis fyrir 8.000 kr.
    Sigurður Jónsson 36 punktar
    5. verðlaun Inneign í golfverslun Keilis fyrir 5.000 kr.
    Friðrik Ómarsson 36 punktar

    Nándarverðlaun
    4. braut Matarkjallaranum fyrir 10,000 krónur
    Tryggvi Jónsson 4.19 m
    6. braut Matarkjallaranum fyrir 10,000 krónur
    Halldór F Sveinsson 90 cm
    10. braut Matarkjallaranum fyrir 10,000 krónur
    Anna Snædís Sigmarsdóttir 4.22 m
    16. braut Matarkjallaranum fyrir 10,000 krónur
    Davíð Kr. Hreiðarsson 4.28 m