Bikarstríðið hafið

2015-05-28T14:49:13+00:0028.05.2015|

    Fyrsta innanfélagsmóti sumarins lauk í gær og var þetta einnig undankeppni fyrir Bikarinn 2015. Mótið átti upphaflega að fara fram þann 20. maí en var frestað vegna veðurs. Maí mánuður hefur verið kylfingum afskaplega leiðinlegur veðurfarslega og við vonum að þetta sumar fari nú koma. 67 Keilisfélagar tóku þátt og reyndu að komast áfram í Bikarnum 2015. 16 efstu í punktakeppni munu fara áfram í 16 liða úrslit í Bikarnum 2015 og verður þá spiluð holukeppni þar sem 3/4 af mismun forgjafar er látin telja. Besta skor dagsins átti Henning Darri Þórðarsson en drengurinn spilaði á  71 höggi sem er vel gert, en aðstæður voru frekar erfiðar.  Við munum tilkynna fljótlega verðlaun mótsins og fyrirkomulag 16. manna úrslitar í Bikarnum 2015.

    Höggleikur.
    Henning Darri Þórðarsson  71
    Benedikt Árni Harðarsson   74
    Þórdís Geirsdóttir                  74

    Punktakeppni.
    Bjarki Sigurðsson                41
    Arnar Gautur Arnarsson    41
    Halldór Freyr Sveinsson     38

    Þessir komast áfram í Bikarnum 2015
    Bjarki Sigurðsson
    Arnar Gauti Arnarsson
    Halldór Freyr Sveinsson
    Ruth Einarsdóttir
    Bjarki Geir Logason
    Henning Darri Þórðarson
    Arnar Borgar Atlason
    Þórdís Geirsdóttir
    Benedikt Árni Harðarson
    Kjartan Einarsson
    Davíð Kristján Hreiðarsson
    Einar Helgi Jónsson
    Smári Snær Sævarsson
    Karl Vídalín Grétarsson
    Kristín Pétursdóttir
    Víðir Már Atlason