Braut 15 – Fúla

2012-03-29T11:37:47+00:0029.03.2012|

Brautin er löng og í örlitla hundslöpp frá vinstri til hægri en högglangir geta þó náð inn á flöt í tveimur höggum. Hægra megin brautarinnar ráðast vallarmörkin af Sjávarbökkum. Vinstra megin við brautina í grennd við lendingarsvæði teighöggana eru fjórar brautarglompur. Um hundrað metrum fyrir framan flötina eru fjórar litlar glompur sem ber að varast og í kringum flötina sjálfa eru þrjár glompur til viðbótar. Flötin sjálf er í meðallagi stór og liggur mjög nærri vallarmörkunum.