Braut 18 – Sælakot

2012-03-29T11:40:07+00:0029.03.2012|

Þetta er löng par fjögur hola en brautin er nokkuð bein alla leið en hallar frá hægri til vinstri þar sem lendingarsvæði teighöggana er. Glompa er í röffinu hægra megin og því þjóðráð að halda sig vinstra megin í teighögginu. Gamli garðurinn við veginn framan við flötina er hættulegur. Flötin er stór á tveimur stöllum og hægra megin við hana er brött brekka sem í eru þrjár mannhæðadjúpar glompur. Við aftanverða flötina er enginn braut og liggja grónar klappir upp að flatarkantinum. Vallarmörk eru svo aðeins örfáa metra aftan við og hægra megin við flötina og markast af göngustíg sem þar liggur.