Braut 4 – Varðan

2012-03-22T12:23:46+00:0022.03.2012|

Fjórða holan er nokkuð erfið par þrjú hola og hér eru kylfingar eins fjarri klúbbhúsinu og komist verður í “Hrauninu”. Hættur eru ekki miklar á þessari holu nema helst fyrir aftan flötina og hægra megin við hana. Flötin er nokkuð stór og ætti að vera aðgengilegt að stöðva boltann á henni. Á þessari holu getur því skorið fyrst og fremst verið undir púttunum komið.