Braut 5 – Bugðan

2012-03-22T12:24:37+00:0022.03.2012|

Hér þarf teighöggið að fljúga yfir mikla hraunbreiðu og lenda á braut sem hallar frá hægri til vinstri. Löng teighögg eiga á hættu að fara yfir brautina vinstra megin og út í hraun en þó er þar örlítill röffkantur og stöðvast boltinn þar gjarnan. Hraunið er hægra megin brautarinnar og ef kylfingar vilja komast klakklaust inn á flötina er nauðsynlegt að halda sig á braut. Flötin er stór og mikil brekka vinstra megin á henni. Rétt er að forðast að vera of langur í innáhögginu.