Bjarni Þór vallarstjóri ársins

2018-02-20T13:44:53+00:0020.02.2018|

Nú á dögunum kaus SÍGÍ sem eru samtök Íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi vallarstjóra ársins hjá golfvöllum og knattspyrnuvöllum landsins. Það var Bjarni okkar Hannesson sem hlaut nafnbótina Vallarstjóri ársins í flokki golfvalla. Við óskum Bjarna og starfsólki hans innilega til hamingju með nafnbótina og einsog við vitum er hann vel að heiðrinum kominn. Enda búinn [...]

Viltu verða golfdómari

2018-01-25T10:14:50+00:0025.01.2018|

Undanfarin ár hefur dómaranefnd GSÍ haldið héraðsdómaranámskeið í golfi á tímabilinu febrúar-mars ár hvert. Þátttakendur sem standast héraðsdómarapróf hafa réttindi til að dæma í öllum almennum mótum golfklúbba, jafnt innanfélagsmótum sem opnum mótum. Námskeiðið verður haldið í mars næst komandi ef næg þáttaka næst og samanstendur af fjórum kvöldfyrirlestrum. Að þeim loknum geta þátttakendur valið úr [...]

Þorrablót Keilis 2018

2018-01-08T14:23:02+00:0008.01.2018|

Verður haldið föstudaginn 19. janúar n.k. (bóndadaginn) í Golfskála Keilis. Húsið verður opnað kl. 19:30. Að venju verður boðið upp á hákarl og ískalt brennivín í startið Borðhald hefst kl. 20:00. Matseðill kvöldsins, Þorramatur Eyþór Ingi kemur í heimsókn enn hann hefur vakið mikla athygli fyrir frábærar eftirhermur og bráðfyndið uppistand. Hópur úr Karlakórnum fóstbræður koma [...]

Skötuveisla 2017

2017-12-15T10:39:17+00:0015.12.2017|

Já tíminn er fljótur að líða og nú er að styttast í skötuveisluna á Þorláksmessu í golfskála Keilis. Eins og undanfarin ár verður boðið uppá hádegismat í tveim hópum Kl. 11:30 og 13:00. Á boðstólnum verður kæst skata og saltfiskur. Skötuveislan hefur verið mjög vinsæl og því mikilvægt að panta tímanlega. Til að bóka þarf að [...]