Styrktarmót fyrir Axel

2017-05-22T11:13:12+00:0022.05.2017|

Sunnudaginn 28. maí verður haldið á Hvaleyrarvelli styrktarmót fyrir Axel Bóasson og verður leikið tveggja manna Texas Scramble. Axel hefur verið að leika á Nordic Golf League mótaröðinni og hefur verið að gera vel undanfarið. Axel tók risastökk um daginn á heimslistanum og fór upp um 444 sæti eftir góðan árangur á Nordic Golf League.  Eins [...]

Úrslit Icelandair Golfers

2017-05-20T19:56:06+00:0020.05.2017|

Golfsumarið stóra hjá okkur Keilisfólki byrjaði vel. Fyrsta opna mót sumarsins var haldið í dag og tóku 141 kylfingur þátt í mótinu. Icelandair Golfers mótið tókst einstaklega vel og lék veðrið við alla. Völlurinn kemur mjög vel undan vetri og mátti heyra það á þeim sem tóku þátt. Margir voru að sjá breytingarnar á golfskála Keilis í [...]

Breytingar í slætti á Hvaleyrinni

2017-05-20T09:05:00+00:0020.05.2017|

Nú er hafið merkilegt sumar í sögu golfklúbbsins Keilis.  Ekki nóg með það að stórum áfanga hefur verið náð með 50 ára afmæli klúbbsins, heldur verða einnig töluverðar breytingar á vellinum.  Þrjár nýjar holur verða teknar í notkun um mitt sumar, á sama tíma og við kveðjum þrjár. Til þess að breytingarnar gangi sem hraðast í gegn, höfum við þurft að breyta slætti á 12.-14. holu.  Þar sem að 13. holan mun leggjast af, þá myndast aukið pláss á milli 12. og 18. holu.  Brautin á 12. verðu því færð nær 13. í létta hundslöpp frá vinstri til hægri.  Brautarglompunni á 12. [...]

Fyrsta opna mót sumarsins

2017-05-17T08:29:55+00:0017.05.2017|

Þá er komið að því að keppnistímabilið hefjist á Hvaleyrarvelli. Við byrjum einsog áður á Opna Icelandair Golfers mótinu. Glæsileg verðlaun í boði einsog ávallt.... Veitt verða verðlaun fyrir besta skor og 5 efstu sætin í punktakeppninni, einnig að sjálfsögðu fyrir að vera næstur holu á öllum par 3 holum vallarins. Við þökkum Icelandair kærlega fyrir [...]