Unglingamót helgarinnar

2013-06-03T19:26:11+00:0003.06.2013|

Nýliðna helgi var haldið Stigamót hjá unglingunum á Hellu og Áskorendamót á Hellishólum. Gríðarlega flott tilþrif sáust bæði hjá okkar fólki sem og öðrum. Þátttakendur á mótum helgarinnar voru samtals 202 þar af 41 frá Keili. Árangur var góður líkt og fyrr í sumar en 8 einstaklingar frá GK unnu til verðlauna um helgina. Eftirtaldir komust [...]

Gísli sigraði í Skotlandi

2013-05-30T14:25:09+00:0030.05.2013|

Gísli Sveinbergsson Keilismaður gerði sér lítið fyrir og sigraði í flokki 15-18 ára drengja á US Kids European Championship mótinu sem lauk í dag á Luffness golfvellinum í Skotlandi. Gísli lék lokahringinn á 74 höggum tveimur höggum yfir pari. Samtals lék Gísli á 221 höggi eða fimm höggum yfir pari og varð tveimur höggum á undan [...]

Gísli stendur sig vel í Skotlandi

2013-05-29T23:39:56+00:0029.05.2013|

Gísli Sveinbergsson úr Keili og Fannar Þór Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis eru meðal keppenda á US Kids European Championship mótinu sem haldið er í Skotlandi. Óhætt er að segja að Gísli og Fannar séu að standa sig vel í mótinu því þeir eru í toppbaráttunni og eru að berjast um sigurinn. Gísli leikur í flokki 15-18 ára [...]

Brautarholt opið fyrir Keilisfélaga

2013-05-29T13:45:57+00:0029.05.2013|

Næstkomandi fimmtudag og föstudag eftir hádegi verða haldin boðsmót á Keilisvellinum. Samkomulag hefur náðst við glæsilegan nýjan Brautarholtsvöll um aðgang að þeim velli þessa daga. Þetta er tilvalin ástæða til að leika einn glæsilegasta golfvöll landsins frítt. Rástímar eru bókaðir á golf.is, en við vekjum athygli á að sökum þess að Brautarholtsvöllur er 9 holu völlur [...]