Evrópumót klúbbliða annar dagur

2013-10-26T16:41:44+00:0026.10.2013|

Dagurinn í dag gékk betur hjá okkar mönnum og bættu þeir sig um tvö högg. Rúnar var á pari vallar á 72 höggum, Gísli bætti sig talsvert frá því í gær og endaði á 75 höggum enn Birgir átti slæman dag og endaði á 86 höggum. Það eru tvö bestu skorin sem mynda árangur dagsins hjá liðinu og þrátt fyrir að allir keppendur séu ekki komnir í hús má búast við því að liðið skríði aðeins upp listann við þenna árangur. Eftir gærdaginn var liðið í 14 sæti. Ákveðið hefur verið af mótshöldurum að stytta mótið í tvo daga og aflýsa þannig fyrsta hringnum.