Frestun á hreinsunardeginum til laugardagsins 12. maí n.k

2018-05-11T10:24:32+00:0008.05.2018|

Kæru félagsmenn vegna slæmrar tíðar áfram síðustu daga þá erum við nauðbeygð í það að fresta fyrirhuguðum hreinsunardegi fram á laugardaginn 12. maí n.k. Áætlað er að byrja hreinsunardaginn klukkan 10:00 og vinna til 12:30, að loknu hreinsunarstarfi verður grillað og spjallað í golfskálanum okkar.

Mótið fyrir þá sem taka þátt í Hreinsunardeginum verður síðan haldið á sunnudagsmorgun og ræst út frá klukkan 10:00. Þátttakendur geta skráð sig í golfversluninni í mótið eftir hreinsunina og fengið rástíma á sunnudeginum.

Hvaleyrarvöllur verður svo formlega opnaður fyrir venjulegt golfspil mánudaginn 14. Maí.

Því miður hefur gróður ekki almennilega komist af stað í þeirri tíð sem við höfum haft síðustu daga og framfarir á golfvellinum nánast engar. Það er von okkar að spáin rætist næstu daga og völlurinn taki góðan kipp fyrir það mikla álag sem verður á honum næstu vikur.

Þeir sem ekki komast á laugardaginn eru vinsamlegast beðnir um að afskrá sig í gegnum netfangið budin@keilir.is. Og þeir sem vilja skrá sig á laugardaginn og hafa ennþá ekki verið skráðir er bent á að skrá sig hér.

Í dag er í tísku að plokka, við Keilisfólk höfum stundað það að plokka á hverju vori í fjölda ára.

Þökkum við kærlega fyrir áhuga félagsmanna og metnað þeirra fyrir vellinum okkar.

Í ár vantar okkur duglegar hendur við að koma völlunum okkar í gott stand fyrir sumarið.

Ein aðaláherslan í ár er “viðgerð á æfingasvæðinu” og “tyrfing á Sveinskotsvelli” og biðlum við til ykkar að vera dugleg að skrá ykkur á þa verkþætti. Til þess að geta keyrt sjálfvirkar sláttur og týnsluvélar þarf að fara fram viðgerð á svæðinu. Sem vonandi mun koma svæðinu í flott stand. Einnig er unnið að nokkrum teigum á Sveinskotsvelli og vantar okkur hjálp við að klára þau verk.

Þeir sem kjósa að fara í að týna rusl skipta með sér 3 brautum og fara út að týna með plastpoka að vopni.