Gísli og félagar í 1.sæti

2016-05-01T09:00:40+00:0001.05.2016|

Gísli Sveinbergsson og félagar hans í Kent State háskólaliðinu sigruðu á Mid American Conference meistaramótinu sem haldið var um helgina.

Kent State skólinn sigraði með 20 högga mun og leikur til úrslita í NCAA um miðjan maímánuð.

Gísli lék á 71, 72, 74 og 78 höggum eða +11 yfir pari og endaði í 13. sæti í einstaklingskeppninni.

Gísli var valinn kylfingur ársins (MAC freshman of the year) sem eru að leika á fyrsta ári í háskólagolfinu. Gísli tók þátt í öllum mótum Kent State skólans í vetur og stóð sig mjög vel.

Einnig var hann valinn í  heiðurslið keppninnar (All MAC second team honor)