Golfkennsla fyrir nýja félaga

2018-05-08T11:28:24+00:0008.05.2018|

Golfklúbburinn Keilir hefur á stefnuskrá sinni að taka vel á móti öllum nýjum félögum og sjá til þess að þeim standi til boða nauðsynleg
fræðsla og þjálfun í golfleiknum.

Við bjóðum þér að skrá þig á golfnámskeið fyrir nýja félagsmenn Keilis með því að smella hér.

Hópur 1

Grunnatriði í sveilfu og stutta spilinu, þriðjudagur 22. maí kl. 18:00 til 20:00, Björgvin og Björn Kristinn
Fundur með golfdómara, kynning á golf.is, Miðvikudagur 23. maí kl. 19:00 til 20:30, Hörður Geirsson
Leikur á Sveinkotsvelli, Fimmtudagur 24. maí kl. 18:00 til 20:00, Björgvin og Björn Kristinn

Hópur 2

Grunnatriði í sveilfu og stutta spilinu, þriðjudagur 5. júní kl. 18:00 til 20:00, Björgvin og Björn Kristinn
Fundur með golfdómara, Miðvikudagur 6. júní í kl. 19:00 til 20:30, Hörður Geirsson
Leikur á Sveinkotsvelli, Fimmtudagur 7. júní kl. 18:00 til 20:00, Björgvin og Björn Kristinn

Í lok námskeiðs er öllum boðið í súpu og brauð hjá Veitingasölu Brynju í golfskálanum okkar.

* Farið er í gegnum grunnatriði í púttum, stutta spilinu og grunnatriði í sveiflu.
* Í leikur á velli hlutanum sýna kennarar hvernig við berum okkar að við að leika golf og fara í helstu reglur og siði.

Til þess að fá heimild til þess að leika á Hvaleyrarvelli er gert ráð fyrir að fólk hafi farið á námskeið hjá klúbbnum. Þeir kylfingar sem hafa verið áður í golfklúbbi eða eru kominn með forgjöf þurfa ekki að sækja þessi námskeið.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kveðja,
Golfkennarar Keilis