Golfvellir Keilis opnir

2013-05-10T11:43:43+00:0010.05.2013|

Frá og með deginum í dag eru báðir golfvellir Keilis opnir inná sumarflatir. Við bendum öllum kylfingum á að ganga vel um völlinn, laga boltaför á flötum og leggja kylfuför aftur í sárin. Rástímapantanir eru komnar í eðlilegan farveg og við óskum öllum félögum og gestum gleðilegs golfsumars.