Guðbjörg Erna kosinn nýr formaður

2017-12-08T19:01:42+00:0008.12.2017|

Aðalfundur Keilis fór fram í gærkvöldi að viðstöddum um 50 manns. Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir var kjörinn nýr formaður klúbbsins. Er þetta í annað skiptið í 50 ára sögu klúbbsins sem kona er kjörinn formaður. Enn það eru 40 ár síðan Inga Magnúsdóttir sinnti formennsku í Keili.

Einnig þurfti að kjósa um þrjá nýja stjórnarmenn í stjórn Keilis og voru fjórir í framboði. Þeir sem hlutu kosningu í stjórn Keilis voru Bjarni Þór Gunnlaugsson, Daði Janusson og Már Sveinbjörnsson. Eru þeir allir kjörnir til tveggja ára. Sjá nánar um stjórnarkjör hér.

Rekstur Golfklúbbsins Keilis gekk bærilega á árinu 2017. Mikil umsvif framkvæmda á velli og klúbbhúsi settu mark sitt á starfssemina. Aukin umsvif vegna Íslandsmótsins í golfi sem haldið var á Hvaleyrarvelli s.l. sumar settu einnig mark sitt á uppgjör félagsins.

Tekjur á árinu 2017 voru 217,8 mkr. samanborið við 208,1 mkr. árinu áður. Gjöld á árinu voru 199,9 mkr. samanborið við 185,7 mkr. á árinu 2016. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 17,9 mkr. sem er lækkun um 4,5 mkr. frá árinu áður.

Niðurstaða ársins er lítilsháttar hagnaður eða 0,4 mkr. samanborið við 4,3 mkr. á árinu 2016. Hér erum við einnig að sjá lækkun sem að miklu leiti helgast af meiri fjármagnskostnaði á árinu, sem má rekja til aukinna framkvæmda og svo einnig vegna lélegrar innheimtu á félagsgjöldum. Tæplega 10% félaga eru að jafnaði ekki í skilum með félagsgjöld sem gerir að verkum að fjármögnum starfsseminar gerist í gegnum lánsfé með vöxtum og kostnaði.

Hér fyrir neðan má svo nálgast árskýrslu og reikninga félagsins fyrir árið 2017.