Kandífloss og krakkafjör á Sveinskotsvelli

2017-07-23T09:25:54+00:0023.07.2017|

Á 3. flöt Sveinskotsvallar hefur verið sett upp glæsilegt skemmtisvæði fyrir börnin á meðan Íslandsmótinu stendur. Á meðal þess sem boðið er upp á eru hoppukastali, kandífloss, grillaðar pylsur, SNAG golfkennsla, US Kids golfkylfur til að prófa, pútt- og vippverkefni og margt margt fleira.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikil gleði á Sveinskotsvellinum á laugardag, allir velkomnir í dag sunnudag frá kl 12 til 15.