Keilir sigraði

2013-08-19T18:14:31+00:0019.08.2013|

Sveitakeppni GSÍ lauk nú um helgina og vann karlasveit Keilis glæsilegan sigur á firnasterku lið GKG með 4 vinningum gegn 1. Mikið af fólki lagði leið sína á Hvaleyrarvöll á Sunnudeginum og var það ekki svikið af því, en mikill spenna var í úrslitaleiknum. En á endanum vann GK sannfærandi eftir að hafa leitt leikinn frá upphafi. Henning Darri og Benedikt sigruðu sinn leik í fjórmenningi en þeir lögðu Aron Snæ Júlíusson og Emil Þór Ragnarsson 2/0. Birgir Björn Magnússon vann stóran sigur á Ragnari Má Garðarssyni 4/3 og Gísli Sveinbergson vann Alfreð Brynjar Kristinsson 2/1. Björgvin Sigurbergsson vann Guðjón Henning Hilmarsson í spennandi viðureign á síðustu holu. Eini sigur GKG manna var þegar Birgir Leifur Hafþórsson lagði Rúnar Arnórsson á 18. braut en heimamaðurinn hafði náð mest fjögurra holu forskoti. Glæsilegur árangur hjá ungu piltunum sem voru leiddir áfram af Björgvini Sigurbergs. Til hamingju Keilir með glæstan sigur.

 

Sigurlið Keilis 2013

Haukur Örn frá GSÍ afhendi verðlauninn

Siggi Palli fær kampavínsbað