Keilissigrar í Oddi

2017-09-18T11:30:37+00:0018.09.2017|

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson frá Keili sigruðu á Honda Classic mótinu sem lauk á Urriðavelli í dag. Mótið var annað mót keppnistímabilsins 2017-2018 á Eimskipsmótaröðinni.

Axel var þremur höggum betri en Andri Þór Björnsson úr GR. Íslandsmeistarinn frá því í sumar lék á 5 höggum yfir pari samtals við erfiðar aðstæður á tveimur keppnishringjum á Urriðavelli. Andri Þór gerði harða atlögu að efsta sætinu á lokahringnum en Axel stóðst álagið og landaði nokkuð öruggum sigri.

Guðrún Brá var með forystu báða dagana og sigraði örugglega og lék á níu höggum yfir pari.

Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki og kvennaflokki

1. Axel Bóasson, GK (74-73) 147 högg +5
2. Andri Þór Björnsson, GR (79-71) 150 högg +8
3. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-78) 152 högg +10
4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (79-75) 154 högg +12
5. Vikar Jónasson, GK (79-76) 155 högg +13
6. Böðvar Bragi Pálsson, GR (83-73) 156 högg +14
7. Andri Már Óskarsson, GHR (79-78) 157 högg +15
8. Hákon Harðarson, GR (85- 75) 160 högg +18
9. Henning Darri Þórðarson, GK (84-78) 162 högg +20
10. Haukur Már Ólafsson, GKG (82-83) 165 högg +23

 

 

Efstu fimm sætin voru eftirfarandi í kvennaflokki:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (76-75) +9
2. Saga Traustadóttir, GR (82-76) +16
3. Anna Sólveg Snorradóttir, GK (79-81) +18
4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (84-78) +20
5. Berglind Björnsdóttir, GR (84-85) +27