Lokahelgi unglingamóta.

2013-09-08T22:44:57+00:0008.09.2013|

Nýliðin helgi var lokahelgin í unglingagolfinu þetta sumarið. Stigamót var haldið í Grafarholti og Áskorendamót á nýjum hluta Korpuvallar. Keilisfólk stóð sig með ágætum eins og í allt sumar. Margir hverjir í mikilli baráttu um stigameistaratitla.

Eftirtaldir komust á verðlaunapall:

Stigamót

15-16 ára stúlkur
3-4. sæti Sigurlaug Rún Jónsdóttir

14 ára og yngri telpur
2-3.sæti Hekla Sóley Arnarsdóttir

Áskorendamót

17-18 ára strákar
1. Sæti Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson

15-16 ára strákar
1. sæti Alexander Svarfdal Guðmundsson
2. sæti Stefán Ingvarsson

14 ára og yngri strákar
2. Sæti  Daníel Ísak Steinarsson

 

Nú taka við æfingar vetrarins, sem eru grunnur að árangri, því æfingin skapar meistarann.