Lokamót ársins…

2013-10-09T10:48:37+00:0009.10.2013|

Ákveðið hefur verið að halda eitt styrktarmót í viðbót fyrir sveit Keilis sem heldur á Evrópumót klúbbliða í Portúgal í lok mánaðarins og mun þetta mót marka lok keppnishalds á Hvaleyrarvelli í ár. Síðasta mót gekk frábærlega og komust færri að enn vildu, veðurspáin fyrir sunnudaginn er hreint út sagt glæsileg engin vindur og um 10 stiga hiti. Keilisvöllurinn er í frábæru ástandi ennþá og spilast einsog í júlí mánuði hraðar flatir og gæðin framúrskarandi. Vonumst til að sjá sem flesta, keppt verður með Texas Scramble fyrirkomulagi þar sem deilt er með 5 í samanlagða forgjöf. Athugið að ef samanlögð forgjöf er hærri enn lægri forgjöfin er sú lægri látin gilda. Skráning er hafinn….