Opið styrktarmót

2013-09-25T10:00:15+00:0025.09.2013|

 

Opið styrktarmót verður haldið á Hvaleyarvelli laugardaginn 28. september fyrir karlasveit Keilis sem keppir í Evrópukeppni félagsliða 24.-26. október nk. Spilað verður með Texas scramble keppnisfyrirkomulagi, tveir í liði. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir tíu efstu sætin og einnig verða nándarverðlaun á öllum par 3. brautum. Ræst er út frá kl. 08:00 og er skráning í gangi á golf.is eða í síma 565-3360. Þáttökugjald er 3.000 kr. á mann og er þetta tilvalið tækifæri fyrir alla kylfinga að spila Keilisvöllinn í hreint út sagt frábæru ástandi.