Páskamótið hafið í Hraunkoti

2013-03-29T12:57:17+00:0029.03.2013|

Eitt glæsilegasta púttmót landsins hófst í Hraunkoti í morgun. Það er ekki oft sem að svona glæsilegir vinningar eru í púttmóti hér á landi. Meðal annars er utanlandsferð með Icelandair og sérsmíðaður pútter frá Wishion Golf og einnig er fjölda veglegra aukavinninga í boði. Við viljum fá sem flesta til að reyna sig og bjóðum við alla velkomna til okkar núna um helgina. Mótið er alla helgina og kostar ekki nema 500 kr að vera með. Við erum með heitt á könnunni og frábæra aðstöðu fyrir alla kylfinga. Hér er svo opnunartími okkar um páskahelgina.

Skírdagur 12-18
Föstudagurinn langi 12-18
Laugardagur 10-19
Páskadagur 10-18
Annar í páskum 10-20