Ræst er út á 10. teig allan maí

2014-05-04T19:43:25+00:0004.05.2014|

Nú er búið að opna Hvaleyrarvöll fyrir sumar golf. Í maí munum við ræsa út frá 10. teig, þetta á einungis við um daglegt golf. Í opnum mótum verður ræst út frá 1. teig. Við minnum alla kylfinga á að ganga vel um völlinn, leggja torfusnepla aftur í förin og laga “ÖLL BOLTAFÖR”. Góða skemmtun á golfvellinum okkar.