Stjórnarkjör á Aðalfundi

2017-11-24T10:30:35+00:0024.11.2017|

Til kjörs verða þrír nýjir meðlimir í stjórn Keilis samkvæmt lögum félagsins til tveggja ára.

Tveir núverandi stjórnarmenn hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Arnar Atlason hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í klúbbnum. Og einnig hefur Davíð Arnar Þórsson ákveðið að taka sér hvíld frá stjórnarstörfum.

Daði Janusson hefur setið í stjórn síðustu fjögur árin og þarf nú kjör til áframhaldandi stjórnarsetu. Daði hefur leitt markaðsstarf Keilis með áherslu á heimasíður, viðhorfskannanir, og samfélagsmiðla klúbbsins. Og sækist Daði því eftir kjöri til áframhaldandi setu í stjórn Keilis til tveggja ára.

Guðmundur Óskarsson, Ellý Erlingsdóttir og Sveinn Sigurbergsson eiga öll eitt ár eftir af stjórnarsetu sinni.

Félagsmenn eru að sjálfsögðu hvattir til að bjóða sig fram til stjórnarsetu og koma áhuga sínum á framfæri við framkvæmdastjóra Keilis í síma 8964575 eða á netfanginu olithor@keilir.is.

Við munum síðan kynna á næstu dögum áhugasama frambjóðendur á heimasíðu klúbbsins og í fréttabréfi.

Aðalfundur Keilis verður blaðlaus, efni fyrir fundinn verður komið inná heimasíðuna keilir.is klukkan 09:00 þann 7. desember. Fundarmenn eru hvattir til að hafa með sér spjaldtölvur eða tæki til að skoða efnið á fundinum.