Sumargolfnámskeið Keilis, 6-12 ára börn

2012-05-22T12:14:03+00:0022.05.2012|

Hvert námskeið stendur í 1 eða 2 vikur. Hægt verður að velja um námskeið frá kl. 9:00 – 11:45 eða 12:15 – 15:00.
Farið verður yfir alla helstu þætti golfleiksins. Einnig verður farið yfir helstu reglur og golfsiði. Í upphafi hvers dags skiptum við nemendum í fjóra hópa og hver hópur vinnur saman allan daginn. Umsjónarmenn námskeiðsins taka á móti hópunum þannig að allir fara á þrjá staði yfir daginn og kynnast þannig öllum leiðbeinendunum námskeiðsins. Þátttakendum verður skipt í smærri hópa og hefur hver hópur sína kennara. Hámarks fjöldi á hvert námskeið eru 40 krakkar, en þó aldrei fleiri en 10 krakkar saman í hóp.

Námskeiðinu lýkur svo með golfmóti og glæsilegri grillveislu.

Krakkarnir fá viðurkenningarskjöl að námskeiði loknu. Námskeiðin fara fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Krakkarnir eru beðnir um að koma klædd eftir veðri og með aukafatnað viðbúin öllu veðri. Einnig er æskilegt að krakkarnir hafi með sér hollt nesti og drykk. Öllum er heimilt að taka þátt hvort sem viðkomandi er félagi í golfklúbbi eða ekki.

Skráning hefst 1. júní á slóðinni: https://keilir.felog.is/
Ef fólk lendir í vandræðum að skrá þá eru leiðbeiningar
á heimasíðu Keilis.

Smellið á mynd til að sjá augýsing.

Verð fyrir 1 viku er 12.000 kr. en 2 vikur 18.000 kr.

Námskeiðin sem í boði eru:
Námskeið 1 11. – 22. júní
Námskeið 2 25. – 30. júní
Námskeið 3 3. júlí – 13. júlí