Tvöfaldur Keilissigur um helgina og Signý stigameistari kvenna

2012-09-03T09:56:26+00:0003.09.2012|

Einar Haukur Óskarsson úr Keili lagði Kristján Þór Einarsson úr Keili í bráðabana um sigurinn í karlaflokki á Síma mótinu sem lauk í gær á Eimskipsmótaröðinni. Leikið var á Grafarholtsvelli. Einar Haukur og Kristján urðu jafnir á samtals þremur höggum yfir pari og fóru því í bráðabana. Þeir þurftu að leika 18. holuna í þrígang áður en Einar Haukur tryggði sér sigur. Einar lék á 69 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari.

Hlynur Geir Hjartarson úr GOS og Magnús Lárusson úr GKJ urðu jafnir í þriðja sæti á samtals sex höggum yfir pari. Hlynur Geir varð stigameistari með þeim árangri.

Einar Haukur fékk fugl á 18. holunni í venjulegum leiktíma til að tryggja sér bráðabana og fékk svo þrjú pör í bráðabananum. Það dugði að lokum í þriðja sinn og Einar Haukur vann sinn fyrsta sigur í sumar. Hann varð í öðru sæti í Kiðjabergi fyrir skömmu og því var sigurinn kærkominn fyrir Einar í dag.

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili fór með sigur af hólmi í kvennaflokki í Síma mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Mótið fer fram á Grafarholtsvelli. Tinna lék samtals á 15 höggum yfir pari í mótinu og varð fjórum höggum á undan heimastúlkunni Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR sem varð önnur.

Tinna lék lokahringinn á 78 höggum eða sjö höggum yfir pari. Ragnhildur lék á 77 höggum og það sama gerði Signý Arnórsdóttir úr Keili sem varð í þriðja sætið. Sá árangur tryggði Signýju stigameistaratitilinn í ár.

Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki:
1. Einar Haukur Óskarsson, GK 71-76-69=216 +3
2. Kristján Þór Einarsson, GK 69-75-72=216 +3
3.-4. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 75-71-73=219 +6
3.-4. Magnús Lárusson, GKJ 72-75-72=219 +6
5. Bjarki Pétursson, GB 79-69-73=221 +8
6. Þórður Rafn Gissurarson, GR 73-75-73=221 +8
7.-8. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 78-74-73=225 +12
7.-8. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 76-74-75=225 +12
9. Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE 78-76-72=226 +13
10. Rúnar Arnórsson, GK 77-80-70=227 +14

Heimild:kylfingur.is