Unglingamót helgarinnar

2013-06-03T19:26:11+00:0003.06.2013|

    Nýliðna helgi var haldið Stigamót hjá unglingunum á Hellu og Áskorendamót á Hellishólum. Gríðarlega flott tilþrif sáust bæði hjá okkar fólki sem og öðrum. Þátttakendur á mótum helgarinnar voru samtals 202 þar af 41 frá Keili. Árangur var góður líkt og fyrr í sumar en 8 einstaklingar frá GK unnu til verðlauna um helgina.

    Eftirtaldir komust á verðlaunapall:

    Stigamót Arion banka

    17-18 ára stelpur    2 sæti       Sara Margrét Hinriksdóttir
    15-16 ára drengir    2 sæti       Birgir Björn Magnússon

    Áskorendamót

    15-16 ára strákar    1 sæti       Sverrir Kristinsson
    2 sæti       Elías Fannar Arnarsson
    3 sæti       Stefán Ingvarsson

    14 ára og yngri strákar              2 sæti      Daníel Ísak Steinarsson
    14 ára og yngri stelpur              1 sæti       Íris Lorange Káradóttir
    2 sæti       Björg Bergsveinsdóttir