Í dag fór fram opna Golfskála og Estrella mótið en góð þátttaka var í mótið enda vinningarnir ekki af verri endanum. 170 kylfingar gerðu sér ferð á Hvaleyrina sem var upp á sitt besta í dag en ræst var út frá 7:20-14:30. Verðlaunaafhending var svo haldin í golfskála Keilis að móti loknu. Veitt voru verðlaun fyrir átta bestu sætin í punktum sem og nándarverðlaun í bæði karla- og kvennaflokki fyrir allar par 3 holur vallarins ásamt lengsta upphafshöggi á 13. braut.
Golfklúbburinn Keilir þakkar öllum fyrir skemmtilegan og ánægjulegan dag og óskar verðlaunahöfum til hamingju. Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:
Punktar
1. sæti: Vikar Jónasson,GK, 40 punktar
2. sæti: Guðný María Guðmundsdóttir, GR, 36 punktar
3. sæti: Jóhann Már Sigurbjörnsson, GB, 38 punktar
4. sæti: Örvar Þór Guðmundsson, GK, 38
punktar
5. sæti: Aron Atli Bergmann, GK, 37 punktar
6. sæti: Atli Kolbeinn Atlason, GG, 37 punktar
7. sæti: Friðbergur Jón Þorsteinsson, GKG, 37 punktar
8. sæti:Friðrik Friðriksson, GKB, 37 punktar
Nándarmælingar:
4. braut: karlar– Jón Ásgeir Ríkarðsson, 1,70
4. braut: konur– Þórdís Geirsdóttir, 2,88
6. braut: karlar– Ólafur Þór Ágústsson, 0
6. braut: konur– Kristín Sigurbergsdóttir, 2,07
10. braut: karlar– Guðlaugur Þorsteinsson. 1,78
10. braut: konur-Þórdís Geirsdóttir. 2,95
16. braut: karlar– Birgir Magnússon. 2,15
16. braut: konur– Hella Willig. 5,25
Lengsta drive
13. braut: karlar– Jóhann Már Sigurbjörnsson
13. braut: konur– Bylgja Erlingsdóttir